Umhverfisnefnd

91. fundur 11. mars 2014 kl. 16:15 - 18:06 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Hrísey - fólkvangur og fuglafriðun

Málsnúmer 2013120074Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála fór yfir niðurstöður fyrirspurnar til Umhverfisstofnunar varðandi möguleika á einhverskonar friðun eyjarinnar til verndunar gróðursfars og fuglalífs.

Ljóst er að Umhverfisstofnun getur ekki orðið við erindi umhverfisnefndar vegna fjárskorts en mun endurskoða málið ef stofnunin fær til þess fjármagn árið 2015.

2.Hrísey - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014010185Vakta málsnúmer

Þorsteinn G. Þorsteinsson fuglaáhugamaður lagði fram til kynningar framkvæmdaáætlun vegna fyrirhugaðrar fuglatalningar í Hrísey 2014.

Umhverfisnefnd þakkar Þorsteini kynninguna og óskar eftir að kostnaðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

3.Krossanesborgir - friðlýsing

Málsnúmer 2014020095Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Umhverfisstofnunar og Akureyrarkaupstaðar um umsjón og rekstur fólkvangsins í Krossanesborgum.

Umhverfisnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um losun úrgangs á gámasvæði og grenndarstöðvum. Forstöðumaður umhverfismála og deildarstjóri framkvæmdadeildar fóru yfir málið.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum fyrir upplýsingar um stöðu mála.

Nefndin óskar eftir frekari sundurliðun á kostnaði tengdum gámasvæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:06.