Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer
Drög að framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar fyrir ráðið.
Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar kynnti áherslur meirihluta bæjarstjórnar í framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023-2026.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:
Þessi framkvæmdaáætlun ber vott um óábyrga sýn á fjárfestingar, rekstur og framtíð sveitarfélagsins. Fjárfestingar eru auknar verulega ef miðað er við fjárfestingar síðastliðinna 13 ára. Það veldur miklum vonbrigðum þar sem þetta mun óhjákvæmilega valda niðurskurði í þjónustu við bæjarbúa þegar að skuldadögum kemur enda ekki búið að leggja mat á kostnað við rekstur þeirra mannvirkja sem til stendur að byggja. Í málaflokki æskulýðs- og íþróttamála er meðaltals fjárfesting næstu fimm árin 847 milljónir á ári en síðustu 13 árin hefur meðaltals fjárfesting í málaflokknum verið 316 milljónir á ári. Þetta þýðir mjög aukna skuldaaukningu nema til komi stórauknar tekjur. Þetta er þó því miður ekki eini vandinn sem meirihlutinn áformar að velta yfir á framtíðina. Til að undirstrika hugarfarið um að afleiðingar ákvarðana sem teknar eru í dag muni verða vandamál framtíðarkynslóða eru engar aðgerðir í loftlagsmálum á teikniborðinu þó á því borði liggi glóðvolg umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils.