Umhverfis- og mannvirkjaráð

114. fundur 11. febrúar 2022 kl. 08:15 - 11:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2021

Málsnúmer 2022010732Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2021.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

2.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - athafnasvæði og gámar í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2021120798Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 222. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsett 24. nóvember 2021.

Bæjarráð vísar töluliðum 1-3 undir liðnum önnur mál í fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar liðum 1-3 til þjónustu- og skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Óskar ráðið eftir því að upplýsinga sé aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins. Ráðið felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ljúka við hreinsun á gler- og múrbrotshaugum í Sjafnarnesi.

3.Hamrar - flatir, yfirborðsfrágangur, fráveita og lagnir

Málsnúmer 2020050193Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 9. febrúar 2022 varðandi framkvæmdir við nýjar tjaldflatir, fráveitu og yfirborðsfrágang að Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og sorpdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framkvæmdinni.

4.Félagssvæði KA - gervigrasvellir

Málsnúmer 2021120734Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 9. febrúar 2022 varðandi opnun tilboða og val á gervigrasi á fótboltavelli hjá KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Metatron ehf. um kaup á gervigrasinu, LigaTurf RS Pro II CP 240 18/4, á grundvelli tilboðs þeirra númer 2. Heildarkostnaður við gervigras og búnað á báða vellina er samkvæmt því kr. 182,4 milljónir.

5.Gervigras - tækjakaup

Málsnúmer 2022020411Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2022 varðandi tækjakaup fyrir viðhald á gervigrasvöllum Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keypt verði vél frá SMG í Þýskalandi með búnaði fyrir umhirðu á öllum gervigrasvöllum Akureyrarbæjar. Samþykkt er að upphæðin, kr. 9 milljónir verði tekin af búnaðarkaupalið UMSA.

6.Ástand gervigrass og undirlags í Boganum

Málsnúmer 2021111572Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 9. febrúar 2022 varðandi ástand gervigrass í Boganum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur nauðsynlegt að gervigras í Boganum verði endurnýjað á árinu 2023 og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar haustið 2022.

7.Búnaðarsjóður UMSA 2022

Málsnúmer 2022011345Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 9. febrúar 2022 varðandi búnaðarkaup fyrir FIMAK.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni fræðslu- og lýðheilsuráðs um kaup á dýnum í Íþróttamiðstöð Giljaskóla fyrir FIMAK að upphæð kr. 3,5 milljónir og verði það tekið af búnaðarkaupasjóði UMSA.

Fundi slitið - kl. 11:15.