Umhverfis- og mannvirkjaráð

37. fundur 10. júlí 2018 kl. 08:15 - 09:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jóhann Jónsson
  • Jóhanna Sólrún Norðfjörð
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Hrísey - efnisvinnsla

Málsnúmer 2018070376Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðsgögn dagsett í júlí 2018 vegna útboðs á efnisvinnslu í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á verkinu.

2.Naustahverfi 7. áfangi - Hagar

Málsnúmer 2017080054Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 4 dagsett 9. júlí 2018.

3.Drottningarbrautarstígur - Leikhúsbrú

Málsnúmer 2017100322Vakta málsnúmer

Rætt um vígsluna á brúnni.

4.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun á dúk í laugarkari

Málsnúmer 2016060053Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í endurnýjun á sundlaugardúk í laugarkari 1 í sundlauginni.

Þrjú verðtilboð bárust:

Seglagerðin ehf
kr. 13.500.000

Fagráð ehf

kr. 17.044.900

Gísli Bogi Jóhannesson GIBO kr. 20.544.900 frávikstilboð með flísalögn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Seglagerðina ehf.

5.Grímsey - vistvæn orkuvinnsla

Málsnúmer 2018070391Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð dagsett 5. júlí 2018 frá JTC Consulting engineers og Brothættra byggða um vistvæna orkuvinnslu í Grímsey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar hugmyndum um vistvæna orkuvinnslu í Grímsey sem falla vel að umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.

6.Grímsey tjaldsvæði - hávaði frá rafstöð

Málsnúmer 2018070389Vakta málsnúmer

Rætt um hávaða frá rafstöð við nýtt tjaldsvæði í Grímsey hjá sundlauginni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7.Múrbrot - framtíðarsýn

Málsnúmer 2018070375Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðarsýn á múrbroti í bæjarlandinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna áfram tillögur að efnisvinnslu á múrbroti og gleri og leggja fyrir ráðið í haust.

8.Grassláttur og hirðing 2018

Málsnúmer 2018050178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla fyrir maí og júní vegna grassláttar 2018.

Fundi slitið - kl. 09:40.