Umhverfis- og mannvirkjaráð

22. fundur 22. nóvember 2017 kl. 14:30 - 17:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir Forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá

1.Drottningarbrautarstígur - Leikhúsbrú

Málsnúmer 2017100322Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð sem bárust í jarðvinnu og staurarekstur við gerð Leikhúsbrúarinnar. Alls bárust þrjú tilboð:

GV Gröfur ehf. 25.804.300 147%

Skútaberg ehf. 27.681.250 158%

Árni Helgason ehf. 18.838.000 107%

Kostnaðaráætlun 17.557.000
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf.

2.Umhverfis- og mannvirkjasvið - gjaldskrár 2018

Málsnúmer 2017110168Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að óbreyttum gjaldskrám fyrir árið 2018 nema gjaldskrá sorphirðugjalda. Lagt er til að sorphirðugjald verði hækkað um 2,5% frá árinu 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir gjaldskrárnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Hestamannafélagið Léttir - aðkoma að hesthúsum/reiðhöll í Hlíðarholtshverfi og að Lögmannshlíð

Málsnúmer 2017110016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. október 2017 frá Hestamannafélaginu Létti um að aðkoma frá Hlíðarfjallsvegi að Reiðhöllinni á Hlíðarholti og Dýraspítalanum í Lögmannshlíð verði endurbætt og malbikuð á árinu 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan þriggja ára fjárhagsáætlunar en unnið verður að viðhaldi á veginum á árinu 2018.

4.Fjárhagsáætlun 2018 - umhverfis- og mannvirkjasvið

Málsnúmer 2017050203Vakta málsnúmer

Unnið að nýframkvæmdaáætlun 2018-2020.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir fasteignahlutann.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir Umhverfismiðstöðina.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir eignasjóð gatna og fleira.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir B-hluta fyrirtækin: Félagslegar leiguíbúðir, Strætisvagnar Akureyrar og Bifreiðastæðasjóður.
Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 16:50.

5.Hljóðvistarstyrkir - reglur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017110268Vakta málsnúmer

Rætt um reglur vegna styrkveitinga í glerskipti vegna hljóðvistar við götur.

6.Verkfundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010343Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Drottningarbrautarstígur 5. áfangi: 1.- 4. verkfundur dagsettir 20. september, 4. og 23. október og 1. nóvember 2017.

Klettaborg - íbúðakjarni: 15. verkfundur dagsettur 3. október 2017.

Listasafn: 9.- 10. verkfundur dagsettir 19. og 31. október 2017.

Nökkvi: 18. fundur verkefnisliðs dagsettur 8. september 2017.

Sundlaug Akureyrar rennibrautir og pottar: 17. verkfundur dagsettur 15. nóvember 2017.

Fundi slitið - kl. 17:45.