Stjórnsýslunefnd

1. fundur 05. september 2012 kl. 08:00 - 08:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - heiti nefndar, skipan og starfsskyldur

Málsnúmer 2011060100Vakta málsnúmer

Erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra dags. 23. júní 2011 þar sem farið er fram á að stjórnsýslunefnd skilgreini heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur hennar. Áður á dagskrá 2. nóvember 2011. Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfi.

Stjórnsýslunefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.Breytingar á nefndum og deildum

Málsnúmer 2011060015Vakta málsnúmer

Formaður stjórnsýslunefndar lagði fram tillögu um að nefndin verði lögð niður og verkefni hennar falin bæjarráði.

Stjórnsýslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

3.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 11. mars og 7. maí 2012.
Fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dags. 10. janúar 2012.
Fundargerðir hverfisnefndar Naustahverfis dags. 8. desember 2011 og 1. og 28. febrúar, 14. mars og 8. maí 2012.
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 10. janúar, 7. febrúar, 6. mars, 10. apríl og 8. maí 2012 auk fundargerðar aðalfundar dags. 21. mars 2012.

Fundi slitið - kl. 08:45.