Stjórnsýslunefnd

4. fundur 22. júní 2011 kl. 08:00 - 09:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Afstaða eldri borgara til rafrænna samskipta

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 23. mars sl. óskaði félagsmálaráð eftir því að stjórnsýslunefnd kannaði hug eldri borgara til rafrænna samskipta. Tilefnið var að í umræðum um samkomulag milli Félags eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbæjar höfðu komið fram ábendingar um að íbúar séu misvel í stakk búnir til að eiga í rafrænum samskiptum.

Stjórnsýslunefnd telur að hér sé um þekkt vandamál að ræða og mun bregðast við því í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu.

2.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011 - verkefni

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi kom á fundinn og kynnti drög að endurskoðaðri jafnréttisstefnu fyrir Akureyrarbæ.

Stjórnsýslunefnd þakkar Katrínu Björgu fyrir kynninguna.

3.Rafræn stjórnsýsla

Málsnúmer 2011060012Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd hefur á starfsáætlun sinni að ljúka stefnumörkun fyrir rafræna stjórnsýslu á árinu 2011. Vinnuhópur um rafræna stjórnsýslu sem lauk störfum haustið 2009 lagði til að íbúagátt verði tekin upp í kjölfar innleiðingar nýs skjalakerfis og ýmis skref stigin til að íbúar sveitarfélagsins geti skráð sig inn á vef til að geta fengið fullnaðarafgreiðslu erinda sinna við Akureyrarbæ og tekið þátt í stórum ákvörðunum um málefni sveitarfélagsins.

Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjóra að vinnuhópnum sem skilaði tillögum 2009 verði falið að leiða útfærslu íbúagáttar.

4.Breytingar á nefndum og deildum

Málsnúmer 2011060015Vakta málsnúmer

Veturinn 2009-2010 starfaði vinnuhópur embættismanna sem gerði tillögur um fækkun og stækkun nefnda. Stjórnsýslunefnd hefur sett á starfsáætlun sína að endurskoða verksvið, fjölda og stærð fastanefnda sveitarfélagsins.

Stjórnsýslunefnd óskar eftir að meirihluti bæjarstjórnar taki afstöðu til framkominna tillagna embættismannahópsins og leggi fram tillögur sínar um málið.

5.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerðir hverfisnefndar Naustahverfis dags. 27. október, 4. og 16. nóvember 2010 og 24. janúar og 14. mars 2011.
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 23. mars, 5. apríl og 3. maí 2011.

Fundi slitið - kl. 09:45.