Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

242. fundur 23. maí 2014 kl. 11:00 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðni Helgason framkvæmdastjóri
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050127Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 15. maí 2014 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í íþróttamannvirkjum á árinu.

Afgreiðslu frestað.

2.Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir skóladeildar um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050129Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 20. maí 2014 frá skólanefnd þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum á árinu.

Afgreiðslu frestað og framkvæmdastjóra falið að fá staðfestingu skólanefndar á leigugreiðslum fyrir búnaðarkaupunum.

3.Staða nýframkvæmda Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013100289Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu nýframkvæmda og viðhalds.
Formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið - kl. 11:30.