Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

240. fundur 04. apríl 2014 kl. 08:15 - 09:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Enginn mætti í forföllum Eiríks Jónssonar áheyrnarfulltrúi S-lista.

1.Lystigarður kaffihús - útboð á rekstri

Málsnúmer 2014020205Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð dómnefndar og niðurstöður verðtilboða vegna útboðsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögur dómnefndar að gengið verði til samninga við Bláu Könnuna ehf, f.h. óstofnaðs hlutafélags sem átti hagstæðasta tilboðið.

2.Sundlaug Akureyrar - útboð á rennibrautum

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð dómnefndar, greinargerð dómnefndar um tæknilegar útfærslur og niðurstöður verðtilboða vegna útboðsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögur dómnefnda að gengið verði til samninga við Altís ehf sem átti hagstæðasta tilboðið.

3.Skautahöllin Akureyri - viðhald tækja og búnaðar

Málsnúmer 2014030301Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 27. mars 2014:
Kynning á nauðsynlegri viðhaldsvinnu sem er þörf á á íshefli Skautahallarinnar sem er bilaður.
Íþróttaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar sinni nauðsynlegu viðhaldi á íshefli Skautahallarinnar.

Afgreiðslu frestað.

4.Verkfundargerðir FA 2014

Málsnúmer 2014010024Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Borgargil 1: Hyrna ehf - 3. og 4. verkfundur dags. 6. og 21. mars 2014.

Fundi slitið - kl. 09:30.