Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

239. fundur 14. mars 2014 kl. 08:15 - 09:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðni Helgason framkvæmdastjóri
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir
Dagskrá

1.Lystigarður kaffihús - útboð á rekstri

Málsnúmer 2014020205Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á útboðinu og tilnefning tveggja nefndarmanna í dómnefnd sem metur tilboðin sem berast.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Silju Dögg Baldursdóttur L-lista og Sigfús Arnar Karlsson B-lista sem sína fulltrúa í dómnefndina.

2.Sundlaug Akureyrar - útboð á rennibrautum

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á útboðinu og tilnefning tveggja nefndarmanna í dómnefnd sem metur tilboðin sem berast.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Silju Dögg Baldursdóttur L-lista og Njál Trausta Friðbertsson D-lista sem sína fulltrúa í dómnefndina.

3.Hamrar - þjónustuhús á tjaldsvæði 2014

Málsnúmer 2014020206Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í byggingu þjónustuhúss á tjaldsvæðið.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið:
ÁK Smíði ehf - kr. 37.538.797
Bjálkinn og Flísin ehf - kr. 37.308.160
HeiðGuðByggir ehf - kr. 35.676.164

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafna öllum tilboðunum.

4.Staða nýframkvæmda Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013100289Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á nýframkvæmdum.

 

Fundi slitið - kl. 09:15.