Stjórn Akureyrarstofu

166. fundur 11. júní 2014 kl. 09:15 - 09:55 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Verkefnisstjóri atvinnumála - auglýsing 2014

Málsnúmer 2012030132Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um ráðningu nýs verkefnisstjóra atvinnumála á Akureyrarstofu. Umsækjendur voru í upphafi 44. Ráðningarferlið var í höndum Capacent ráðninga, en framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og tveir fulltrúar úr stjórninni, þau Helena Þ. Karlsdóttir og Sigfús Arnar Karlsson, komu að lokaúrvinnslu umsókna og tóku þátt í seinni viðtölum við 5 umsækjendur sem þóttu best koma til greina.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framkomna tillögu um að Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur verði boðið starf verkefnisstjóra atvinnumála Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 09:55.