Stjórn Akureyrarstofu

124. fundur 24. maí 2012 kl. 17:00 - 18:44 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál 2011-2013

Málsnúmer 2011040136Vakta málsnúmer

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir formaður Menningarráðs Eyþings mættu á fundinn og gerðu grein fyrir starfsemi Menningarráðs Eyþings og framkvæmd samstarfssamnings sveitarfélaganna og ríkisins um menningarmál á svæðinu. Þá fóru þær yfir helstu atriði í nýrri stefnumótun fyrir Menningarráðið sem nú er í vinnslu og verður send sveitarfélögunum til formlegrar umfjöllunar á næstunni.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Ragnheiði Jónu og Þórgunni fyrir fróðlega kynningu og gagnlegar umræður í kjölfarið.

2.Verkefnisstjóri atvinnumála - auglýsing 2012

Málsnúmer 2012030132Vakta málsnúmer

Ráðgjafafyrirtækið Capacent hefur að undanförnu unnið úr þeim umsóknum sem bárust um starf verkefnisstjóra atvinnumála. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu tóku ásamt ráðgjafa frá Capacent seinni viðtöl við þá sem eftir stóðu. Lagðar fram til umsagnar stjórnar Akureyrarstofu þær 3 umsóknir sem taldar eru sterkastar.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra og þeim tveimur fulltrúum úr stjórn sem að vinnslu málsins hafa komið, að ljúka því í samræmi við umræður á fundinum.

3.Safn landabréfa um Ísland

Málsnúmer 2003040061Vakta málsnúmer

Árið 2003 barst Akureyrarbæ fyrirspurn frá þýsku hjónunum Prof. Dr. Karl-Werner Schulte og Dr. Giselu Schulte-Daxbök um áhuga bæjarins á að þiggja að gjöf safn fágætra landabréfa og bóka um Ísland. Málinu lauk ekki á sínum tíma og það var svo endurvakið af hjónunum fyrr í vetur og komu þau til fundar við fulltrúa bæjarins fyrir skemmstu.

Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að kynna það fyrir bæjarráði áður en ákvarðanir um frekari skref verða teknar.

4.Laxdalshús - útleiga 2012

Málsnúmer 2012050194Vakta málsnúmer

Laxdalshús var auglýst laust til umsóknar í apríl og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí sl. Tvær umsóknir bárust sem eru byggðar á ólíkum forsendum.

Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og afla frekari upplýsinga.

5.Gestaíbúð í Davíðshúsi - breyting á samþykkt 2012

Málsnúmer 2012050193Vakta málsnúmer

Gestaíbúðin í Davíðshúsi var síðast í umsjón Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili sem var sameinuð Listasafninu í Sjónlistamiðstöðinni sem tók til starfa um áramót. Í undirbúningi hefur verið að flytja umsjón íbúðarinnar, sem er fyrst og fremst ætluð rithöfundum og fræðimönnum, til Amtsbókasafnsins og rétt þykir að endurskoða samþykkt fyrir íbúðina af því tilefni.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir sitt leyti.

6.Ferðafélag Akureyrar - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012050191Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. maí 2012 frá Hólmfríði Guðmundsdóttur f.h. ferðanefndar Ferðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar".

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins og hvetur bæjarbúa og gesti til að nýta sér afmælisárið til að ganga á toppinn.

7.Norðurbandalagið - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012050190Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. maí 2012 frá Jóni Gunnari Þórðarsyni f.h. leikfélagsins Norðurbandalagsins sem hefur í hyggju að setja upp leikverkið DATE í Rýminu á Akureyri í sumar. Meðal þátttakenda í verkefninu eru 12 einstaklingar í atvinnuleit sem fá vinnu við það í 4 vikur. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150 þús. sem gangi upp í launakostnað við verk- og leikstjórn.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 18:44.