Stjórn Akureyrarstofu

289. fundur 21. nóvember 2019 kl. 14:00 - 15:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sverre Andreas Jakobsson
  • Anna María Hjálmarsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Sverre Andreas Jakobsson B-lista mætti í forföllum Sigfúsar A. Karlssonar.
Anna María Hjálmarsdóttir V-lista mætti í forföllum Finns Sigurðssonar.

1.Flugsafn Íslands - beiðni um aukastyrk til reksturs safnsins

Málsnúmer 2019110187Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri og Hörður Geirsson stjórnarformaður Flugsafns Íslands óska eftir 500.000 króna aukastyrk frá Akureyrarbæ til reksturs safnsins.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

Anna María Hjálmarsdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti.

2.17. júní hátíðahöld

Málsnúmer 2015020072Vakta málsnúmer

Samningur við Skátafélagið Klakk vegna 17. júní hátíðahaldanna lagður fram til kynningar.

3.Leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla

Málsnúmer 2019040489Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla lagðar fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir leiðbeiningarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

4.Ferðamálastefna HN 2019 - 2029

Málsnúmer 2019110311Vakta málsnúmer

Ferðamálastefna Hafnasamlags Norðurlands lögð fram til kynningar.

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til október 2019.

6.Fundargerðir MAk

Málsnúmer 2019110308Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar MAk nr. 107, 108, 109 og 110 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:10.