Stjórn Akureyrarstofu

232. fundur 01. júní 2017 kl. 16:15 - 18:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hildur Friðriksdóttir V-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Myndlistarfélagið - samningar við Menningarsjóð 2011-2017

Málsnúmer 2012010377Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Myndlistarfélaginu komu á fund stjórnar. Samningur við félagið rennur út í lok árs 2017.

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri menningarmála og viðburða sat fundinn undir þessum lið.
Ræddar voru hugmyndir um aðstöðu fyrir félagið í endurgerðu húsnæði Listasafnsins auk þess sem farið var yfir samstarfsfleti félagsins og Akureyrarstofu.

Stjórnin felur starfsmönnum Akureyrarstofu og forstöðumanni Listasafnsins til að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum og í góðu samstarfi við Myndlistarfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum Myndlistarfélagsins fyrir komuna á fundinn.

2.Skáldahúsin á Akureyri - samningar og rekstur

Málsnúmer 2016100062Vakta málsnúmer

Samningur um rekstur Skáldasafnanna lagður fram til samþykktar. Deildarstjóri Akureyrarstofu fór yfir samninginn.
Minjasafnið á Akureyri tekur að sér umsjón með rekstri og faglegu safnastarfi skáldahúsanna, Nonnahúss og Davíðshúss, fyrir hönd Akureyrarstofu á grundvelli safnalaga nr. 141/2011 og þeim viðmiðunum sem sett eru af höfuðsöfnum.

Í þriðja skáldahúsinu,Sigurhæðum, er stefnt að því að sett verði á fót gestaíbúð fyrir rithöfunda- og fræðimenn sem verði til útleigu og að formlegu sýningarhaldi í húsinu verði því hætt. Hlutverk Minjasafnsins á Sigurhæðum verður að hafa umsjón og eftirlit með safngripum á Sigurhæðum. Umsjón með starfsemi og húsnæðinu í hinu nýja setri á Sigurhæðum verður hjá Amtsbókasafninu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

3.Viðburðasjóður Hofs

Málsnúmer 2017040157Vakta málsnúmer

Samkvæmt vinnureglum um tónlistarsjóð skal Stjórn Akureyrarstofu skipa 3ja manna úthlutunarnefnd þar sem einn fulltrúi er tilnefndur af stjórninni, einn af Menningarfélagi Akureyrar og einn af Tónlistarfélagi Akureyrar.
Magna Guðmundsdóttir er tilnefnd af Menningarfélagi Akureyrar og Pétur Halldórsson er tilnefndur af Tónlistarfélagi Akureyrar. Fulltrúi stjórnar Akureyrarstofu verður Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri menningarmála og viðburða.

Stjórnin óskar eftir því að ákvarðnir úthlutunarnefndar verði lagðar fyrir stjórn Akureyrarstofu til staðfestingar.

4.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál. Endurnýjun 2018

Málsnúmer 2017050182Vakta málsnúmer

Til umræðu viðræðuferli við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna endurnýjunar á samningi ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál.

Deildarstjóri Akureyrarstofu, Þórgnýr Dýrfjörð, gerði grein fyrir fundi sem hann átti með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 25. maí sl. Stefnt er að öðrum fundi á Akureyri um miðjan júní þar sem fulltrúar MAk og Listasafnsins verða einnig á fundinum. Stefnt er að því að niðurstaða verði komin í málið um mánaðarmótin september/október.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að viðræður um endurnýjun samnings séu hafnar og felur formanni, sviðsstjóra samfélagssviðs og deildarstjóra Akureyrarstofu að leiða viðræðurnar fyrir hönd Akureyrarbæjar.

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017030083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar-mars 2017 fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2018

Málsnúmer 2017060006Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tímarammi vegna fjárhagsáætlunargerðar 2018-2021.

Fundi slitið - kl. 18:50.