Málsnúmer 2019120078Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem Árni Ólafsson fyrir hönd Landsnets hf., kt. 580804-2410, sækir um breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna Hólasandslínu 3. Í breytingunni felst að afmarkað er lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til samræmis við heimild á gildandi skipulagi, nýir byggingarreitir skilgreindir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, skýringum og litasamsetningu lítillega breytt og lagnabelti yfir endurnýtingarsvæði og Liljulund fellt út.