Skipulagsráð

272. fundur 30. ágúst 2017 kl. 08:00 - 09:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson fundarstjóri
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra ritaði fundargerð
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Viðar Valdimarsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.
Helgi Snæbjarnarson var skipaður fundarstjóri í forföllum formanns.

1.Margrétarhagi 3 og 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir lagði inn fyrirspurn um hvort hægt væri að breyta lóð nr. 3 eða lóð nr. 5 við Margrétarhaga í parhúsalóð. Skipulagsráð tók jákvætt í fyrirspurnina á fundi 28. júní 2017 og heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fund 12. júlí 2017.

Innlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi er dagsett 15. ágúst 2017 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Umsögn Norðurorku liggur fyrir, dagsett 29. ágúst 2017. Bent er á að mögulega þarf að breyta núverandi heimlögnum sbr. meðfylgjandi myndir.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Glerárdalur - tilfærsla kvartmílubrautar

Málsnúmer 2017080089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. ágúst 2017 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um tilfærslu á kvartmílubraut Bílaklúbbs Akureyrar á Glerárdal lítillega til norðurs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Umbeðin færsla brautarinnar mun hafa áhrif á staðsetningu annarra brauta og hljóðmana á svæðinu sem gerð er grein fyrir í núgildandi deiliskipulagi. Það er því mat ráðsins að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar vegna þessa.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Stekkjartún 32-34 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingar á bílskýli

Málsnúmer 2017060140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Erindið var grenndarkynnt 10. ágúst og lauk 24. ágúst 2017 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

4.Hafnarstræti 100, 403 - íbúð verði skilgreind sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2017080052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. ágúst 2017 þar sem Stefán Gunnarsson fyrir hönd Smámuna ehf., kt. 430903-2170, sækir um að íbúð 403 í húsi nr. 100 við Hafnarstræti verði breytt í atvinnuhúsnæði til sölu gistingar án breytinga á eigninni. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulagsráð samþykkir að íbúðin verði skilgreind sem atvinnuhúsnæði til sölu gistingar og felur lóðarskrárritara að tilkynna breytta notkun til Þjóðskrár.

5.Hesjuvellir - deiliskipulag frístundabyggðar

Málsnúmer 2017050039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. ágúst 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, óskar eftir að fá að gera deiliskipulag fyrir um 2ja hektara landspildu í norð-austurhorni jarðarinnar við Lögmannshlíðarveg. Gert er ráð fyrir 9 lóðum og allt að 25 frístundahúsum.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi á grundvelli tillögu að nýju aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

6.Tengir - framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðara og rafstreng 2017

Málsnúmer 2017050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2017 þar sem Árni Kristjánsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um leyfi til að leggja ljósleiðarastreng og rafmagnsstreng fyrir Fallorku og Norðurorku að vatnsverndarsvæði á Glerárdal og þaðan að stíflu Glerárvirkjunar II. Strengirnir yrðu plægðir niður saman. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna legu strengjanna.

Á fundi skipulagsráðs 12. júlí 2017 frestaði skipulagsráð afgreiðslu erindisins þar sem umbeðin gögn höfðu ekki borist. Svæðið væri á náttúruminjaskrá og samkvæmt innsendri mynd færi ljósleiðarinn yfir óröskuð svæði sem þurfa rannsóknar við varðandi fornleifar og náttúru, auk svæða með ýmis konar starfsemi. Skipulagsráð beindi því til umsækjanda að setja ljósleiðarann í stíginn á virkjunarsvæðinu. Ný gögn bárust 8. ágúst 2017.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins.

7.Fiskihöfn Akureyrar - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir viðhaldsdýpkun

Málsnúmer 2017080058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. ágúst 2017 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands bs., kt. 650371-2919, sækir um leyfi fyrir viðhaldsdýpkunum í Fiskihöfninni og við Togarabryggjuna á Akureyri, um það bil 6000 m³ á hvorum stað, og losun efnisins við Torfunefsbryggju. Þar eru fyrirhugaðar breytingar á bryggjunni skv. deiliskipulagi. Meðfylgjandi er mynd og skýrsla kafara um ástand botns á þessum stöðum.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Akureyrarkaupstaður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða sveitarfélagsins er að viðhaldsdýpkun í Fiskihöfn og við Togarabryggju auk efnislosunar við Torfunefsbryggju sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmdar við viðhaldsdýpkun og losun efnis, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

8.Ystibær-Miðbær - Staðfesting á nýjum landamerkjum

Málsnúmer 2017080036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. ágúst 2017 þar sem Sæmundur Sæmundsson Unnur Sæmundsdóttir og Geir Sæmundsson leggja inn umsókn um að skipta jörðinni í þrjár lóðir. Meðfylgjandi er undirrituð staðfesting á tveimur nýjum lóðum úr jörðinni Ystabæ-Miðbæ í Hrísey með landnúmeri 152144. Meðfylgjandi er mæliblað með hnitsetningu á nýju lóðunum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist.

9.Jaðar - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir landmótun og efnisflutningum

Málsnúmer 2017080100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2017 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson fyrir hönd Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir efnisflutningi 49.000 m³ til landmótunar á 24.900 m² svæði fyrir nýjan 9 holu golfvöll á lóð golfklúbbsins að Jaðri í samræmi við gildandi deiliskipulag. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu svæðisins.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Akureyrarkaupstaður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða sveitarfélagsins er að efnislosun og landmótun til gerðar nýs 9 holu golfvallar á lóð Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


Skipulagsráð samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir losun á að hámarki 49.000 m³ efnis á að hámarki 24.900 m² svæði á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð". Bent er á ákvæði í deiliskipulagi um endurheimt votlendis og veitukerfi.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.


Skipulagsráð bendir á að ef fyrirhugað er að flytja meira efni á svæðið eða að raska eigi stærra svæði en leyfi þetta veitir þá þarf að liggja fyrir umhverfismat framkvæmdar áður en frekari framkvæmdarleyfi verða samþykkt.

10.30 km hverfi - áætlun um lækkun umferðarhraða í íbúðarhverfum

Málsnúmer SN980045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir að hámarkshraði á Miðsíðu og Vestursíðu verði lækkaður úr 50 km/klst. niður í 30 km/klst. til samræmis við aðrar götur í Síðuhverfi.
Skipulagsráð samþykkir að Miðsíða og Vestursíða verði með 30 km/klst. hámarkshraða. Skipulagssviði er falið að senda beiðni til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um auglýsingu á gildistöku þessarar breytingar.

11.Síðuhverfi - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir gerð gangstétta og lagfæringar á gangbrautum

Málsnúmer 2017080055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir gerð gangstétta, við Vestursíðu og Bugðusíðu og gangbrauta og hraðahindrana í Síðuhverfi. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu framkvæmdarsvæðis.

Á fundinn kom Víkingur Guðmundsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerði grein fyrir útfærslu hraðahindrana.
Skipulagsráð þakkar Víkingi fyrir upplýsingarnar.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

12.Hafnarstræti, göngugata - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir götulokunarpollum

Málsnúmer 2017080101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á tveimur götulokunarpollum við suðurenda göngugötu í Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

13.Umferðarhraði - Eyjafjarðarbraut

Málsnúmer 2017070029Vakta málsnúmer

Vegna gönguþverana við gatnamót Eyjafjarðarbrautar og Kjarnabrautar eru lagðar fram tillögur að breytingu á umferðarhraða á Eyjafjarðarbraut, unnar af Helga Má Pálssyni hjá Eflu. Skipulagsráð afgreiddi erindið á fundi 12. júlí síðastliðinn. Þar sem umsögn Vegagerðarinnar lá ekki fyrir á þeim fundi er málið lagt aftur fyrir skipulagsráð. Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðarinnar dagsett 17. júlí 2017.
Skipulagsráð hefur endurskoðað afstöðu sína til málsins á grundvelli umsagnar Vegagerðarinnar og mælir með tillögu 1.

Skipulagsráð samþykkir breytingu hámarkshraða á Drottningarbraut/Eyjafjarðarbraut vestri þannig að hámarkshraði frá gatnamótum Miðhúsabrautar og suður fyrir Kjarnabraut verði 60 km/klst. Þaðan og suður að sveitarfélagsmörkum verði 70 km. Einnig er samþykkt að gerð verði miðeyja á Eyjafjarðarbraut vegna göngubrautar yfir götuna við Kjarnabraut. Skipulagssviði er falið að senda beiðni til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um auglýsingu á gildistöku þessarar breytingar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 10. ágúst 2017. Lögð var fram fundargerð 642. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. ágúst 2017. Lögð var fram fundargerð 643. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.