Málsnúmer 2017060140Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.
Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Erindið var grenndarkynnt 10. ágúst og lauk 24. ágúst 2017 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.
Viðar Valdimarsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.
Helgi Snæbjarnarson var skipaður fundarstjóri í forföllum formanns.