Málsnúmer 2012070028Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær umsagnir bárust:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 28. febrúar 2013.
Gerð er athugasemd við texta í kafla 5. Stofnunin bendir á að skipulagið fellur undir lög um umhverfismat áætlana þótt Akureyrarbær telji framkvæmdirnar ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
2) Umhverfisstofnun, dagsett 19. mars 2013.
Tekið er undir áætlanir um opið óbyggt svæði meðfram Glerá og að bæta skuli umhverfi árinnar og árbakkans innan skipulagssvæðisins.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsetta 10. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.