Samfélags- og mannréttindaráð

156. fundur 20. nóvember 2014 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir fjárhagsáætlunarvinnunni. Unnið að breytingum á áætluninni.

Framkvæmdastjóra falið að koma breytingum á framfæri við bæjarráð.

2.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Lagt var fram yfirlit um umsóknir um styrki ráðsins, sem auglýstir voru í október sl.

3.Skátafélagið Klakkur - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110044Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 6. nóvember 2014 frá Skátafélaginu Klakki þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna Gilwell námskeiða.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu.

4.POWERtalk deildin Súla Akureyri - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110045Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 6. nóvember 2014 frá POWERtalk deildinni Súlu Akureyri, þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000 til kynningar á deildinni.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Stéphanie Barillé - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110048Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 6. nóvember 2014 frá Stéphanie Barillé þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 400.000 til þjálfunar í íslensku fyrir innflytjendur og erlenda atvinnuleitendur.

Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk.

6.Stúlknakór Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110049Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 6. nóvember 2014 frá Stúlknakór Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna söngferðar til Ítalíu.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu við þessa úthlutun.

7.Petra Cumbova - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110050Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 6. nóvember 2014 frá Petru Cumbova þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000 vegna starfs alþjóðlegs hóps foreldra í fæðingarorlofi.

Erindinu vísað til úrlausnar á Alþjóðastofu.

8.Ugla ehf - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110051Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 2. nóvember 2014 frá Uglu ehf þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna reiðnámskeiða Káts fyrir börn.

Frestað.

9.Háskólinn á Akureyri - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110052Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 3. nóvember 2014 frá Háskólanum á Akureyri þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 1.500.000 vegna vísindaskóla fyrir 11-13 ára börn.

Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk til undirbúnings.

10.SAMTAKA - svæðisráð foreldra í grunnskólum Akureyrarbæjar - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110056Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 4. nóvember 2014 frá SAMTAKA - svæðisráði foreldra í grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 400.000 til að gera og dreifa seglum með útivistarreglum.

Frestað og óskað nánari upplýsinga.

11.Zane Brikovska - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014110057Vakta málsnúmer

Umsókn dagsett 4. nóvember 2014 frá Zane Brikovska þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna sýningar á barnabókum frá 23 löndum.

Erindinu vísað til úrlausnar Alþjóðastofu.

Fundi slitið - kl. 15:30.