Samfélags- og mannréttindaráð

137. fundur 27. nóvember 2013 kl. 17:00 - 17:50 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Kvikmyndahátíðin Laterna Magica

Málsnúmer 2013110195Vakta málsnúmer

Þrír kvikmyndagerðarmenn, Kristján Blær Sigurðsson, Úlfur Logason og Þorsteinn Kristjánsson, frá félagsmiðstöðvum Akureyrar unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fram fór í Vesterålen í Noregi fyrir skemmstu. Allir hafa þeir tekið þátt í stuttmyndahátíðinni Stulli sem haldin er á vegum félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss Akureyrarbæjar með styrk frá Menningarráði Eyþings.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar Kristjáni, Úlfi og Þorsteini til hamingju með frábæran árangur.

2.Stíll hönnunarkeppni félagsmiðstöðva

Málsnúmer 2013110285Vakta málsnúmer

Tveir hönnuðir, Diljá Ingólfsdóttir og Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, frá félagsmiðstöðvum Akureyrar unnu til verðlauna á Stíl sem er hönnunarkeppni sem haldin var á vegum SAMFÉS, samtaka félagsmiðstöðva, um síðustu helgi. Diljá og Kolfinna höfðu áður unnið hönnunarkeppnina Furðuverk sem haldin er á vegum félagsmiðstöðva Akureyrar.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar Diljá og Kolfinnu Frigg til hamingju með frábæran árangur.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:15.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð tekin fyrir að nýju m.t.t. hagræðingar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir hagræðingu upp á tæplega 6.000.000 kr. í starfsemi Rósenborgar. Leitast verður við að verja barna- og unglingastarf fyrir hagræðingu.

Fundi slitið - kl. 17:50.