Samfélags- og mannréttindaráð

98. fundur 07. desember 2011 kl. 17:00 - 18:50 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Forstöðumaður íþróttamála

Málsnúmer 2011120008Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kom á fundinn og kynnti tillögu meirihlutans að breytingu á starfi íþróttafulltrúa á íþróttadeild í starf forstöðumanns íþróttamála á samfélags- og mannréttindadeild.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að starf forstöðumanns íþróttamála verði auglýst sem fyrst.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl: 17.10.

2.Jafnrétti - fræðslunámskeið fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss

Málsnúmer 2011120001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um fræðslunámskeið um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss. Námskeiðin fóru fram í maí og voru haldin í samstarfi Akureyrarbæjar og Jafnréttisstofu.

3.Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011120002Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 24. nóvember 2011 frá Herði Geirssyni f.h. Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 vegna húsaleigukostnaðar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita Áhugaljósmyndakúbbi Akureyrar styrk að upphæð kr. 300.000 vegna húsaleigu. Athygli umsækjenda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.

4.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Framhald vinnu við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundamála.

5.Blátt áfram - hugmynd að samkomulagi til verndar börnum í bæjarfélaginu

Málsnúmer 2011110107Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 15. nóvember 2011, ásamt fylgiskjölum, frá Sigríði Björnsdóttur hjá Blátt áfram þar sem kynntar eru hugmyndir um áherslur sveitarfélaga í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi.

Frá haustinu 2008 hefur starfsfólki Akureyrarbæjar sem starfar með börnum og unglingum staðið til boða fræðsla um kynferðisofbeldi þar sem notað er námsefni frá Blátt áfram. Þrír starfsmenn samfélags- og mannréttindadeildar hafa réttindi til að leiðbeina á slíkum námskeiðum.

6.Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi - upplýsingarit

Málsnúmer 2011110148Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 18. nóvember 2011, ásamt upplýsingariti, frá stjórn félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi.

Fundi slitið - kl. 18:50.