Akureyrarflugvöllur - álagning gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2024120364

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Erindi Sigrúnar B. Jakobsdóttur fh. Isavia innanlandsflugvalla ehf. varðandi mögulega aðkomu Akureyrarbæjar að framkvæmd við nýja götu, Norðurgrund, til að gera lóðir þar byggingarhæfar.
Í upphafi þessa dagskrárlið bar Halla Björk Reynisdóttir L-lista upp mögulegt vanhæfi til þess að fjalla um þennan lið.


Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það ekki samþykkt.


Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að hefja viðræður við Isavia innanlandsflugvelli ehf. í samræmi við erindið.