Goðanes 3b - lóðaúthlutun

Málsnúmer 2024120323

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga A, þar sem afmörkuð er ný 2.304,2 fm athafnalóð með hámarksnýtingarhlutfall upp á 0.5, tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. nóvember 2024.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðina þegar mæliblað liggur fyrir og þegar hún hefur verið stofnuð í fasteignaskrá. Er miðað við að lóðin verði auglýst og úthlutað til samræmis við ákvæði 4.3. í reglum um úthlutun lóða.