Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulagsbreyting vegna smáhýsa

Málsnúmer 2024120316

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Lagt fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir virkjun á Glerárdal, á svæði milli Hlíðarfjallsvegar og stöðvarhúss Glerárvirkjunar II. Í breytingunni felst að afmörkuð er lóð fyrir allt að fimm um 35 fm lítil einbýlishús.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir umsögn velferðarsviðs, umhverfis- og mannvirkjasviðs, Minjastofnunar og Norðurorku.