Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:
Skipulagsráð samþykkti deiliskipulagsbreytingu fyrir Hulduholt 31 í október sl. og var breytingin samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 25. október sl.
Lagðir eru fram útboðsskilmálar fyrir lóðirnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála, þegar lóðirnar hafa verið stofnaðar í fasteignaskrá og mæliblað hefur verið uppfært.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.