Kjarnalundur - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024110285

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 8. nóvember 2024 þar sem að Haraldur Árnason fh. Hótel Kjarnalundar ehf. óskar eftir tímabundnu afnotaleyfi af landi Akureyrarbæjar til 2ja ára. Umsækjandi í samvinnu við Norðurorku vinnur að framtíðarlausn fyrir fráveitu svæðisins og er því verið að óska eftir leyfi til að setja niður bráðabirgða siturlögn þar til að önnur lausn er tilbúin.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gerður verði tímabundinn samningur um leigu á landi austan lóðar Kjarnalundar til að koma fyrir bráðabirgða siturlögn. Er eingöngu gert ráð fyrir að samningur verði gerður til eins árs og að í honum verði ákvæði um að gengið verði frá svæðinu að lokinni notkun í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands.