Erindi dagsett 5. nóvember 2024 þar sem að Oddur Kristján Finnbjarnarson fh. J.E.Skjanna ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Austurbrú 10-18 og Hafnarstræti 80-82. Er óskað eftir að allar 15 íbúðir Austurbrúar 16 verði hluti af hóteli sem er í byggingu á lóð Hafnarstrætis 80-82, þ.e. að þeim verði breytt úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði. Felur þetta í sér fækkun íbúða á lóðinni úr 64 í 49.
Er jafnframt óskað eftir að heimilt byggingarmagn Austurbrúar 10-18 verði lækkað úr 10.675 fm í 10.275 fm og byggingarmagn Hafnarstrætis 80-82 úr 4.473 fm í 4.258 fm.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.