Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2024101233

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3869. fundur - 14.11.2024

Lagt fram erindi dagsett 29. október 2024 frá Hönnu Dóru Markúsdóttur fyrir hönd formanna og samráðsfulltrúa félaga kennara á Norðurlandi eystra með áskorun um skólamál í tengslum við kjaradeilu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessu lið.
Bæjarráð þakkar framlagða áskorun kennara og stjórnenda á Norðurlandi eystra og tekur undir mikilvægi þess að fagmennska og gæði séu ávallt ríkjandi í öllu skólastarfi svo tryggja megi börnum og ungmennum góða kennslu. Skilyrðislaust ber að vanda orðræðu um allar starfsstéttir og brýnt er að kjaradeila kennara leysist sem fyrst svo forðast megi frekara rask á skólastarfi.