Erindi til fræðslu- og lýðheilsuráðs frá faghópi leikskólastjóra

Málsnúmer 2024100621

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 61. fundur - 23.10.2024

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, kom á fundinn kl.13:39 undir þessum lið.
Erindi dagsett 3.júní 2024 frá fagráði skólastjórnenda í leikskólum á Akureyri vegna nemenda í miklum vanda.


Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna.



Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar faghópi leikskólastjóra fyrir erindið og leggur til að skipaður verði starfshópur með það að markmiði að móta ramma til að mæta nemendum í miklum vanda, bæði hvað varðar leiðir til að mæta þörfum þeirra í skólakerfinu og rými innan hvers skóla. Sviðstjóra er falið að vinna málið áfram.

Ungmennaráð - 56. fundur - 06.11.2024

Rætt var um erindi faghóps leikskólastjóra vegna barna í vanda.