Erindi vegna laxeldis á Tröllaskaga

Málsnúmer 2024090303

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3861. fundur - 12.09.2024

Lagt fram erindi dagsett 2. september 2024 frá Vigdísi Häsler fyrir hönd Kleifa fiskeldis ehf. þar sem kynnt eru áform fyrirtækisins um uppbyggingu á laxeldi í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki forsendu til að taka afstöðu til erindisins á þessu stigi.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég leggst alfarið gegn eldi í Eyjafirði og vísa í bókun bæjarstjórnar frá 19. maí 2020:

,,Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi líkt og gert hefur verið með Húnaflóa, Skagafjörð, Skjálfanda, Þistilfjörð, Bakkaflóa, Vopnafjörð og Héraðsflóa. Bæjarstjórn telur að með þeirri ákvörðun verði meiri hagsmunum ekki fórnað fyrir minni en hvetur til uppbyggingar á fiskeldi á landi."