Klettaborg 43 - breyting á þaki

Málsnúmer 2024081413

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Lögð fram tillaga Kollgátu, fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, um breytingu á þaki búsetukjarna á lóð Klettaborgar 43. Í tillögunni felst að þakið verði einhalla í stað þess að vera flatt. Felur það í sér að þakið verður hærra en gildandi skilmálar deiliskipulagsins gera ráð fyrir eða 4,80 m í stað 4,40 m.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á þaki. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik að ræða, með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að ekki er talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.