Erindi dagsett 10. ágúst 2024 þar sem að Bergþóra Ósk Guðmundsdóttir óskar eftir viðbrögðum skipulagsráðs við því að Hrappsstaðalandinu austan Lögmannshlíðarvegar verði breytt úr frístundasvæði í blandað svæði með heilsársbyggð ásamt frístundabyggð.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.