Hrappsstaðir - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024080424

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Erindi dagsett 10. ágúst 2024 þar sem að Bergþóra Ósk Guðmundsdóttir óskar eftir viðbrögðum skipulagsráðs við því að Hrappsstaðalandinu austan Lögmannshlíðarvegar verði breytt úr frístundasvæði í blandað svæði með heilsársbyggð ásamt frístundabyggð.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Engin bein tenging er frá landi Hrappsstaða að næsta skólahverfi Akureyrar og því væri þessi breyting á skjön við meginstefnu Akureyrarbæjar í skipulagsmálum.