Rangárvellir - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024080163

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Lögð fram umsókn Landsnets hf. um lóðina Rangárvelli 6. Lóðin er 4.049 fm að stærð og er nýtingarhlutfall lóðar 0.5.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Rangárvöllum 6 verði úthlutað til Landsnets án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða. Með vísun í fordæmi við úthlutun lóðarinnar Hlíðarvellir 3 er lagt til að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnargerðar- og byggingarréttargjalds í Akureyrarbæ.

Bæjarstjórn - 3551. fundur - 15.10.2024

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:

Lögð fram umsókn Landsnets hf. um lóðina Rangárvelli 6. Lóðin er 4.049 fm að stærð og er nýtingarhlutfall lóðar 0.5.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Rangárvöllum 6 verði úthlutað til Landsnets án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða. Með vísun í fordæmi við úthlutun lóðarinnar Hlíðarvellir 3 er lagt til að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnargerðar- og byggingarréttargjalds í Akureyrarbæ.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að lóðinni Rangárvöllum 6 verði úthlutað til Landsnets án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum bæjarins um úthlutun lóða. Þá samþykkir bæjarstjórn jafnframt að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild í 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnargerðar- og byggingarréttargjalds í Akureyrarbæ.