Ferðamálasjóður - úthlutun styrkja

Málsnúmer 2024051830

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 163. fundur - 04.06.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 31. maí 2024 varðandi þrjár styrkumsóknir sem Akureyrarbær sendi inn til Ferðamálasjóðs varðandi verkefni í Hrísey, í Hlíðarfjalli og á Glerárdal. Umsóknum um styrk til verkefna á Glerárdal og í Hlíðarfjalli var hafnað en umsókn um styrk til stígagerðar í Hrísey var samþykkt.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 171. fundur - 15.10.2024

Kynning á áætluðum umsóknum í Ferðamálasjóð, að bæta aðgengi og öryggi fyrir útivist í Hlíðarfjalli að sumarlagi og merkingar í Grímsey.

Einnig var kynning á hugmyndum um útsýnisstaði á þaki Hofs.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála sátu fundin undir þessum lið.