Leiðsögn í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 2024050382

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 52. fundur - 13.05.2024

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti minnisblað varðandi stöður 20% leiðsagnarkennara í leikskólum og viðaukabeiðni sem því tengist, en skv. bókun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL frá 26. maí 2022 er gert ráð fyrir að í leikskólum starfi leiðsagnarkennarar í a.m.k. 20% starfsfhlutfalli.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu áfram til seinni umræðu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 53. fundur - 27.05.2024

Fram fór önnur umræða um viðaukabeiðni vegna leiðsagnar í leikskólum vegna haustannar 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.