Lautarmói 1-5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024041376

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 974. fundur - 04.07.2024

Erindi dagsett 29. apríl 2024 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir þremur fjölbýlishúsum með sameiginlegri bílageymslu á lóðum nr. 1-5 við Lautarmóa. Innkomin uppfærð gögn 26. júní 2024 eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 977. fundur - 25.07.2024

Erindi dagsett 29. apríl 2024 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd HeiðGuðByggir ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-5 við Lautarmóa. Innkomin uppfærð gögn, dags. 25.júlí eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Erindi Heiðars Th. Heiðarssonar dagsett 22. september 2024 þar sem óskað er eftir heimild til að framselja lóð Lautarmóa 1-5 þó svo að ekki sé búið að steypa alla sökkla á lóðinni.
Að mati skipulagsráðs eru framkvæmdir á lóðinni komnar það langt að ekki er gerð athugasemd við framsal lóðarinnar, þó svo að ekki sé búið að steypa alla sökkla eins og samþykkt um lóðarveitingar gerir ráð fyrir.