Hlutverk nemendaráða

Málsnúmer 2024040706

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 50. fundur - 16.04.2024

Málshefjandi var Telma Ósk Þórhallsdóttir sem fór yfir mikilvægi þess að skerpa á hlutverki nemendaráða grunnskóla sem hagsmuna-, velferðar- og félagsráðs nemendanna sjálfra. Lagði hún til að byggja upp sterkari nemendaráð.

Jón Hjaltason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir ábendingarnar. Tók hann undir að hlutverk nemendaráðs ætti að vera umfangsmeira en það er núna. Mikilvægt sé að nemendaráð standi vörð um nemendur og sé gátt á milli yngri og eldri nemenda og þá einkum til að koma í veg fyrir einelti.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 52. fundur - 13.05.2024

Mál vísað til fræðslu- og lýðheilsuráð frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs.

Málshefjandi var Telma Ósk Þórhallsdóttir sem fór yfir mikilvægi þess að skerpa á hlutverki nemendaráða grunnskóla sem hagsmuna-, velferðar- og félagsráðs nemendanna sjálfra. Lagði hún til að byggja upp sterkari nemendaráð.

Jón Hjaltason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir ábendingarnar. Tók hann undir að hlutverk nemendaráðs ætti að vera umfangsmeira en það er núna. Mikilvægt sé að nemendaráð standi vörð um nemendur og sé gátt á milli yngri og eldri nemenda og þá einkum til að koma í veg fyrir einelti.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið og vísar því til áframhaldandi skoðunar og vinnslu hjá sviðsstjóra og skólastjórnendum.