París Anna Bergmann Elvarsdóttir kynnti ósk ungmennaráðs um aukið viðhald á ljósastaurum og gangbrautum.
Mikið sé um gangandi vegfarendur og ljós mikilvæg til að tryggja öryggi. Mörg ljós og skilti eru illa farin eða ekki til staðar. Foreldrar verði að geta treyst á að börn þeirra séu örugg í umferðinni. Aukin þörf sé á viðhaldi á ljósastaurum og gangbrautum.
Andri Teitsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir ábendingarnar. Varðandi lýsingu hefur bærinn verið að skipta úr gamaldags perum í LED perur sem gefur öðruvísi birtu sem er kannski ekki að öllu leyti betra. Gangbrautir á þjóðvegum eru í umsjá Vegagerðarinnar.
Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi.