Sálfræðiþjónusta fyrir börn

Málsnúmer 2024040691

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 50. fundur - 16.04.2024

Málshefjandi var Guðmar Gísli Þrastarson og fjallaði um aukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og betra aðgengi, sér í lagi að skólasálfræðingum. Erfitt hafi verið að manna stöður skólasálfræðinga. Sálfræðingar veiti stuðning og almenna hvatningu sem ætti að standa öllum börnum til boða. Mjög gleðilegt hafi verið þegar samningur var gerður við Bergið headspace. Mikilvægt sé að forgangsraða og sálfræðiþjónusta barna í sveitarfélaginu ætti að njóta forgangs. Sem barnvænt sveitarfélag ætti bærinn að láta í sér heyra því biðlistar eru of langir og mörg börn sem þurfa á þessari aðstoð að halda.

Lára Halldóra Eiríkisdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir að málið væri tekið á dagskrá. Varðandi stöðu skólasálfræðinga eru þær stöður ekki til staðar en það eru sálfræðingar á fræðslu- og lýðheilsusviði sem eru að þjónusta skólana. Tók Lára undir það að börn þurfa á sálfræðiþjónustu að halda en bænum hefur ekki tekist að ráða í þær stöður sem auglýstar hafa verið á sviðinu. Hún tók undir að gleðilegt væri að gerður hafi verið samningur við Bergið headspace, aukið hafi verið við geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu og biðlistar hafi styst. Hyggst hún tala fyrir þessu máli innan bæjarins áfram.

Til máls tóku Telma Ósk Þórhallsdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Fríða Björg Tómasdóttir, París Anna Bergmann Elvarsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi, Elsa Bjarney Viktorsdóttir og Heimir Sigurpáll Árnason.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 52. fundur - 13.05.2024

Máli vísað til fræðslu- og lýðheilsuráðs frá sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs.

Málshefjandi var Guðmar Gísli Þrastarson og fjallaði um aukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og betra aðgengi, sér í lagi að skólasálfræðingum. Erfitt hafi verið að manna stöður skólasálfræðinga. Sálfræðingar veiti stuðning og almenna hvatningu sem ætti að standa öllum börnum til boða. Mjög gleðilegt hafi verið þegar samningur var gerður við Bergið headspace. Mikilvægt sé að forgangsraða og sálfræðiþjónusta barna í sveitarfélaginu ætti að njóta forgangs. Sem barnvænt sveitarfélag ætti bærinn að láta í sér heyra því biðlistar eru of langir og mörg börn sem þurfa á þessari aðstoð að halda.

Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir að málið væri tekið á dagskrá. Varðandi stöðu skólasálfræðinga eru þær stöður ekki til staðar en það eru sálfræðingar á fræðslu- og lýðheilsusviði sem eru að þjónusta skólana. Tók Lára undir það að börn þurfa á sálfræðiþjónustu að halda en bænum hefur ekki tekist að ráða í þær stöður sem auglýstar hafa verið á sviðinu. Hún tók undir að gleðilegt væri að gerður hafi verið samningur við Bergið headspace, aukið hafi verið við geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu og biðlistar hafi styst. Hyggst hún tala fyrir þessu máli innan bæjarins áfram.

Til máls tóku Telma Ósk Þórhallsdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Fríða Björg Tómasdóttir, París Anna Bergmann Elvarsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi, Elsa Bjarney Viktorsdóttir og Heimir Sigurpáll Árnason.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið.