Endubætur á innisundlaug Sundlaugar Akureyrar

Málsnúmer 2024040192

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 50. fundur - 08.04.2024

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar kynnti tillögur að breytingum á innisundlaug Sundlaugar Akureyrar.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 51. fundur - 08.05.2024

Rætt um tillögur að endurbótum á innisundlaug Akureyrarlaugar.
Ungmennaráð er sammála að ráðast þyrfti í breytingar og endurbætur á innilauginni. Hins vegar hvetur ráðið til þess að litaval verði skoðað betur, hægt væri að hafa fleiri liti en bara hvítan lit og jafnvel skreyta veggina með einhverju sem höfðar til barna m.v. notkun hennar undanfarin ár, þ.e. skólasund hjá yngstu börnunum og ungbarnasund.