Rósenborg

Málsnúmer 2024040170

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 50. fundur - 08.04.2024

Umræður um nýtingu Rósenborgar.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 51. fundur - 08.05.2024

Varðandi nýtingu á húsnæðinu Rósenborg.

Rætt var um hvernig húsnæðið var nýtt á þeim tíma sem Akureyrarbær var í fyrsta hringnum í verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem eins konar miðstöð ungs fólks. Því var hampað m.a. af mennta- og barnamálaráðherra og litu önnur sveitarfélög á þetta sem eins konar fyrirmynd. Fram komu hugmyndir um að hægt væri að koma Virkinu og Berginu Headspace niður í Rósenborg. Einnig að hægt væri að nýta húsnæðið fyrir klúbbastarf á vegum ungmenna, auka þjónustu við félagsmiðstöðvarnar og lengja opnunartímann eins og óskað hefur verið eftir á Stórþingi ungmenna síðustu tvö skipti og jafnvel fyrir einhverja starfsemi tengdri félagslegri liðveislu.

Rætt var um að hægt væri að nýta húsnæðið í félagsstarf á borð við EBAK og skátana en það myndi þá hugsanlega koma í veg fyrir hinar pælingarnar.