Húsnæðismál og stuðningur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2024031123

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 49. fundur - 25.03.2024

Erindi dagsett 20. mars 2024 frá KFUM og KFUK á Akureyri um húsnæðismál KFUM og K á Akureyri og fjárhagslegan stuðning til félagsins.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar KFUM og KFUK á Akureyri fyrir erindið. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Ungmennaráð - 51. fundur - 08.05.2024

Rætt var um húsnæðismál og fjárhagslegan stuðning til KFUM og KFUK á Akureyri.
Ungmennaráð er sammála um að félögin sinni góðu starfi en telur ekki viðeigandi að þau fari í húsnæði á vegum Akureyrarbæjar.