Hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2024030920

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 49. fundur - 25.03.2024

Erindi dagsett 18. mars 2024 þar sem umboðsmaður barna skorar á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fagnar þarfri ábendingu og vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs. Mikið átak hefur verið unnið að því að bæta hljóðvist á undanförnum árum og stefnt er að því að vinna að því áfram.

Ungmennaráð - 51. fundur - 08.05.2024

Ungmennaráð ræddi um mikilvægi góðrar hljóðvistar í leik- og grunnskólum, bæði innandyra og utandyra. Heimir benti á að huga þyrfti að því að tré og annar gróður þyrfti að vera við leikskólann sem til stendur að reisa í Hagahverfi til að gæta að hljóðvist í hverfinu. Þá var rætt um að huga þyrfti að hljóðvist bæði í nýbyggingum sem og þegar farið er í endurbætur á eldra húsnæði eins og verið er að gera núna við grunnskólana.