Greiningar- og þjálfunarheimili - fjölskylduheimili

Málsnúmer 2024020200

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1396. fundur - 11.12.2024

Kynning á starfsemi Sólbergs og samskipti við ráðuneyti barna- og menntamála.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Ingibjörg Kristín Gunnarsdóttir verkefnastjóri í Sólbergi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir mikilli ánægju með upphaf starfsemi Sólbergs, þjálfunar- og fjölskylduheimilis. Ljóst er að hér er um mikilvægt framfaraskref að ræða í þjónustu á Norðurlandi við börn og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er áríðandi að starfsemi Sólbergs verði tryggð til framtíðar, enda um afar mikilvægan hlekk að ræða í barnavernd á Norðurlandi.