Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024011003

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Erindi dagsett 18. janúar 2024 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um framkvæmdarleyfi fyrir Dalvíkurlínu 2. 66kV jarðstrengur sem mun liggja frá tengivirki Landsnets á Rangárvöllum og til norðurs að sveitarfélagamörkum við Hörgársveit.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna að undirbúningi málsins í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið, Hörgársveit og Landsnet.

Skipulagsráð - 426. fundur - 26.06.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 18. janúar 2024 þar sem að Friðrika Marteinsdóttir fh. Landsnets hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2.
Þar sem umsóknin er í samræmi við gildandi aðalskipulag samþykkir skipulagsráð erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Er samþykktin með fyrirvara um að jarðstrengurinn verði lagður með þeim hætti að hægt verði að framlengja Síðubraut til suðurs að Lögmannshlíðarvegi/Hlíðarfjallsvegi án þess að af því hljótist auka kostnaður fyrir Akureyrarbæ. Er skipulagsfulltrúa einnig falið að útbúa samning við Landsnet um eftirlit með framkvæmdunum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.