- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Varðandi umferðaröryggismál við Norðurtorg er ljóst að gangbrautir yfir Austursíðu vantar auk þess sem skoða þyrfti hvaða aðgerða megi grípa til í því skyni að lækka umferðarhraða. Unnið er að heildarendurskoðun á hönnun Austursíðu og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á næstu mánuðum. Þegar hönnunin liggur fyrir er hægt að fara í undirbúning tiltekinna aðgerða eins og t.d. gangbrauta yfir Austursíðu næst Norðurtorgi.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:
Mikilvægt er að í allri uppbyggingu sé jafnhliða unnið að umferðaröryggi. Settar hafa verið bráðabirgðaþrengingar á Krossanesbraut sem hafa nú verið fjarlægðar en óvíst er hvenær eigi að fara í endurgerð götunnar samkvæmt skipulagi. Eðlilegast væri að það væri gert samhliða uppbyggingu Holtahverfis til að tryggja öryggi barna á leið í skóla. Eins þarf að fara strax í að tryggja öryggi barna við Norðurtorg.
Sindri Kristjánsson S-lista óskar bókað eftirfarandi:
Ég tek undir bókun Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur en bendi á að víðar er pottur brotinn en einungis við Krossanesbraut og Austursíðu. Dæmi má nefna af Byggðavegi á milli Þingvallastrætis og Hrafnagilsstrætis en þar fara um daglega m.a. tugir barna og ungmenna án þess að nokkur gönguþverun sé til staðar. Enn fremur tel ég nauðsynlegt að árétta að það er umferðaröryggi gangandi, hjólandi og þeirra sem nýta aðra virka ferðamáta sem er mest stefnt í voða hér í bæ. Árangursríkasta leiðin til að auka öryggi nefndra hópa er að lækka hámarkshraða sem allra víðast í 30 km/klst og framfylgja þeim reglum af festu. Þá á að leggja áherslu á að breyta ásýnd bílagatna þannig að upplifun ökumanna bifreiða sé sú að umhverfið bjóði hreinlega ekki upp á hraðan og óábyrgan akstur. Þá er afar mikilvægt að vinnu við umferðaröryggisáætlun samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar frá 15. mars 2022 sé hraðað eins og kostur er.