Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál

Málsnúmer 2023100897

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3824. fundur - 26.10.2023

Lagt fram erindi dagsett 18. október 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0318.pdf
Bæjarráð vísar til fyrri bókunar 11. maí sl. og umsagnar skipulagsfulltrúa dagsett 12. maí sl. um sama mál, þegar frumvarpið var lagt fram í fyrra sinn. Bæjarráð leggur sem fyrr áherslu á að Akureyrarbær hefur áhuga á að taka þátt í að leita lausna varðandi húsnæðisvanda fyrir hælisleitendur í góðri samvinnu við ríkið, en telur varhugavert að tímabundið leyfi verði gefið til búsetu á atvinnusvæðum. Ekki er nægilega ljóst hvaða fordæmi verið er að setja með þessum breytingum. Bæjarráð telur að verði farið af stað með slíkar breytingar megi gera ráð fyrir þrýstingi um að slík leyfi verði framlengd og leiði mögulega til varanlegrar búsetu á svæðum sem ekki hafa verið skipulögð sem slík. Þá telur bæjarráð að skoða þurfi vel hvort og þá hvernig þessi breyting ef af verður hefur áhrif á þjónustu sveitarfélaga og að skýrari grein verði gerð fyrir því hvaða afsláttur verði gefinn á kröfum til íbúðarhúsnæðis á atvinnusvæðum.