Austurbrú 6-8 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2023100502

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Erindi dagsett 11. október 2023 þar sem Margrét M. Róbertsdóttir f.h. Húsfélagsins Austurbrú 6-8 sækir um stækkun lóðar nr. 6-8 við Austurbrú.

Meðfygjandi er skýringarmynd.
Jón Hjaltason óflokksbundinn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu þar sem um er að ræða svæði sem er nýtt fyrir almenn bílastæði í eigu Akureyrarbæjar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl: