Lækjargata 6 - umsókn um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi

Málsnúmer 2023100411

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Erindi dagsett 10. október 2023 þar sem Lúdika arkitektar slf. sækja um breytta notkun íbúðar á efri hæð Lækjargötu 6. Fyrirhugað er að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í íbúðinni.

Meðfylgjandi eru afstöðumynd og aðalteikningar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl: