Furuvellir 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023081336

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 932. fundur - 07.09.2023

Erindi dagsett 24. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Endurvinnslunar hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 11 við Furuvelli á Akureyri. Meðfylgjandi eru gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Erindi dagsett 24. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson sækir um viðbyggingu við hús nr. 11 við Furuvelli.

Um er að ræða skýli yfir glerbrjót og gám við norðurenda hússins.

Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum og rekstraraðilum í Furuvöllum 9 og 13 og Tryggvabraut 24.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 946. fundur - 21.12.2023

Erindi dagsett 24. ágúst 2023 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Endurvinnslunar hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 11 við Furuvelli á Akureyri. Meðfylgjandi eru gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 973. fundur - 27.06.2024

Erindi dagsett 25. júní 2024 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Endurvinnslunnar hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu á húsi nr. 11 við Furuvelli á Akureyri. Meðfylgjandi eru uppfærð gögn eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.