Sundfélagið Óðinn - afnot af Sundlaug Akureyrar vegna AMÍ í júní 2023

Málsnúmer 2023020573

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 26. fundur - 27.02.2023

Erindi dagsett 11. febrúar 2023 frá Finni Víkingssyni formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar dagana 23.-25. júní 2023 vegna Aldursflokkamóts Íslands í sundi. Með erindinu fylgir umsögn ÍBA.


Áheyrnafulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsráð þakkar formanni Sundfélagsins Óðins fyrir erindið. Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir afnot af íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar vegna Aldursflokkamóts Íslands og felur forstöðumanni sundlauga og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 61. fundur - 23.10.2024

Erindi dagsett 14. október 2024 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir að fá afnot af Sundlaug Akureyrar dagana 27.-29. júní 2025 til að halda Aldursflokkamóts Íslands í sundi. Óskað er eftir afnotum af öllu mannvirkinu, þ.e. báðum útilaugunum, innilaug og búningsaðstöðu á meðan keppni stendur yfir.


Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindi sundfélagsins Óðins. Forstöðumanni sundlauga Akureyrar er falið að vinna málið áfram í samráði við sundfélagið Óðinn.